Spurt og Svarað

Hérna eru svörin við nokkrum spurningum sem brenna á allra vörum í ár.

Hátíðin er haldin á Páskum, 

13. - 16. APRÍL 2017

 

 1.  Hvar í ósköpunum er Aldrei haldið í ár?
  Góð spurning!
  Í ár erum við í nýbyggðri skemmu sem Rækjuverksmiðjan Kampi leyfir okkur að nota.
  Þetta er á hafnarsvæðinu, því sem næst í neðstakaupstað þar sem veitingastaðurinn Tjöruhúsið er meðal annars.
  Nánar tiltekið þá erum við á gatnamótum Ásgeirsgötu og Suðurgötu.

 2. Hvað í ósköpunum kostar inn á Aldrei í ár?
  Frábær spurning!
  Það hefur aldrei kostað neitt inn á Aldrei fór ég suður, og það breytist ekkert í ár.
  Það er alveg algerlega ókeypis.

 3. Hvernig getið þið þá haldið Aldrei? Eruð þið göldrótt?
  Stórkostleg spurning!
  Nei, við erum alveg laus við að vera göldrótt.
  Við erum hinsvegar studd duglega af ótal fyrirtækjum í bænum og víðar, ásamt því að Ísafjarðarbær styður vel við bakið á okkur.
  Svo seljum við alls konar á staðnum.

 4. Hvað ef ég verð svangur eða þyrstur á Aldrei í ár?
  Mjög vel orðuð tvíþætt spurning!
  Ef þið lítið aftur á spurningu þrjú, þá sjáið þið að þar er minnst á að við seljum alls konar á staðnum.
  Hluti af því sem við seljum er eithvað gott í gogginn ásamt svalandi drykkjum til að skola því niður.
  Svo er hátíðin í göngufæri við ýmsar verslanir og veitingastaði sem geta fyllt tóma maga með ýmsu góðgæti.
  En það sem við seljum á staðnum er klárlega best í heimi!

 5. Hvað ef mig vantar húfur eða boli eða óvaranlegt húðflúr á Aldrei í ár?
  Besta spurning allra tíma!
  Við höfum alltaf verið með úrvals varning merktan Aldrei fór ég suður til sölu í gegnum tíðina, og hátíðin í ár verður engin undantekning á því.
  Og það er óumflýanleg staðreynd að allir sem klæðast fötum merktum Aldrei, eða ganga með skartgripi merktum Aldrei, eða skreyta sig með óvaranlegu húðflúri merktu Aldrei eru mest töff í heimi því þeir styðja hátíðina í verki og eru flottastir.

 

Meira áhugavert efni