Snorri Örn Rafnsson | mánudagur 17. febrúar 2020

Þessir spila á Aldrei 2020!

Aldrei fór ég suður væri ekki sú hátíð sem hún er í dag ef ekki væri fyrir bæjarbúa og velvild þeirra í garð hennar.
Það eru allir svo til í þetta!

Það sést hvergi betur en í myndbandinu sem við vorum að gefa út í dag til að kynna þá listamenn sem munu spila á hátíðinni í ár.

Ásgeir frá Gústi Productions ásamt fleiri góðum fóru á kreik með myndavél og náði nokkrum góðum ísfirðingum við störf og leik.

Frábært myndband sem kynnir þá tónlistarmenn sem koma fram í ár ásamt því að sýna stemninguna sem ríkir í bæjarfélaginu þegar kemur að tónlistarhátíð alþýðunnar.

Sjáumst á ALDREI!

 

Snorri Örn Rafnsson | fimmtudagur 16. maí 2019

Rokkstjórinn þakkar fyrir frábæra hátíð

TAKK!

Ég er um það bil að lenda aftur á jörðinni. Búinn að ferðast niður úr þessum margfræga sjöunda himni, hef loks náð að sannfæra sjálfan mig um að ég hafi ekki verið að taka þátt í lygasögu. Ég er svona að mestu búinn að þrífa af mér alla þessa frasa sem ég hef farið með, þegar ég hef verið spurður hvernig hafi gengið á Aldrei fór ég suður á páskunum. Allir hljóma þessir frasar sem innantóm froða. En hvernig gekk allt saman? Jú, þetta gekk einmitt eins og í lygasögu.


Meira
Tinna Ólafsdóttir | fimmtudagur 18. apríl 2019

Lænöppið 2019!

Stundin er runnin upp! Við kynnum: LÆNÖPPIÐ!

Tinna Ólafsdóttir | föstudagur 12. apríl 2019

Allt sem þú þarft að vita fyrir vesturför

Ertu að koma vestur um páskana? Veistu ekki alveg hvernig þetta gengur fyrir sig? Veltir þú því fyrir þér hvernig þú átt að komast hingað, hvað þú átt að borða og hvernig þú átt að þrífa þig? Ekki örvænta. Hér efst á síðunni er flipi sem heitir „upplýsingar“ og þar finnur þú allar helstu upplýsingar um dagskrána á svæðinu, skíðavikuna, veitingar, opnunartíma sundlauga og fleira og fleira. Vefurinn paskar.is er líka prýðileg uppspretta gagnlegra upplýsinga.

Sjáumst hress um páskana!

Tinna Ólafsdóttir | fimmtudagur 14. mars 2019

Tónlistarviðburður ársins

Aldrei fór ég suður hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins 2018 í poppi og rokki. Þetta er okkur að sjálfsögðu bæði mikill heiður og hvatning.

Fulltrúar okkar fóru fullir þakklætis upp á svið á verðlaununum og þökkuðu íslensku tónlistarfólki, íbúum Ísafjarðarbæjar sem og öðrum bakhjörlum. Við dýrkum ykkur öll og erum í skýjunum. Sjáumst á páskunum fyrir vestan!

 

Tinna Ólafsdóttir | miðvikudagur 13. mars 2019

Vinnur þú flug vestur um páskana?

Nú er bara rúmur mánuður í Aldrei 2019 og því finnst okkur alveg upplagt að byrja upphitunina fyrir hátíðina af alvöru. Við erum alveg ótrúlega nálægt því að komast upp í 10.000 fylgjendur á Facebook-síðunni okkar og um leið og við náum því ætlum við að halda upp á það með því að gefa einum fylgjanda flugmiða vestur í stuðið með Air Iceland Connect.

Kíkið á www.facebook.com/aldreiforegsudur og skellið í like til að komast í pottinn. Svo sjáumst við bara um páskana!