| föstudagur 15. mars 2013

27.360 mínútur í Afés 2013

Átti ég eftir að vera seinn eða? Engidalurinn var ísilagður og fólk streymdi úr vélinni við völlinn. 3 mínútur yfir og ég stressast mjög auðveldlega um seinagang en sallarólegir bíða allir eftir að Jón Þór rokkstjóri hefji fundinn. Við erum um fimmtán talsins með mánudagssvip og flugvélahreyfla í eyrum. Styrktaraðilar, aðstandendur og blaðamenn, tilbúinn í okkar litla leik.

,,Tilefnið er að sjálfsögðu rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður 2013, Þetta er tíunda skiptið sem hátíðin er haldin. Og við ætlum að fá að vita hvernig hún verður í ár, hverjir eru okkar styrktaraðilar eða "foreldrar" og hvaða bönd spila á hátíðinni. Við erum einnig með skilaboð frá Mugison sem gat ekki verið með okkur í dag'' - Kristján Freyr

,,Blessaðir snillingar eru ekki allir í stuði?, stöðumæling stemmari uppá 10 plús, er að fíla þetta í botn, maxa draslið í botn og Þróa hátíðina í gebbaðum góðum fíling. Sibbitt in the Hippitt’’ - Mugison

Samningurinn var borin fram... ,,Kvitt’’ Þar leystist litli hnúturinn í maganum og eftirvæntingin gat farið að loga fyrir alvöru. Minna en mánuður í ,,showtime'' og núna færi allt að gerast. Styrktaraðilum var komið fyrir að baki Pétur Maggs, sem verður betra borð með árunum, að hefð. Næst á dagskrá var að koma sér uppá Seljalandsdal á tvö gönguskíði.

Seljalandið var snævi þakið, algjört himnaríki, létt gola, auðlendið og bærinn í vöggu sinni við fjörðin eins og það átti að vera. Einn og einn bæjarbúi renndi sér á meðan við gerðum okkur tilbúin til að sinna okkar skyldum hér á þessum blaðamannafundi sem var búin að taka skrautlega stefnu. Innan skamms yrði slegið í gönguskíðamót blaðamanna.  Við vorum ansi lukkuleg með að komast á skíði kukkan ellefu á mánudagsmorgni í svona blíðu.

Að koma sér í gönguskíðin var nóg strit fyrir mig. En áður en ég vissi var Daníel bæjastjóri búin að smella skíðunum á mig og ég búin að fella sjálfan mig. Rétt í þessu mundi ég að ég hafði alltaf verið klaufi sem barn og að baráttan við gönguskíðin yrði martröð dagsins, fyrir sjálfsvirðinguna. Já bæjarstjóri Ísafjarðar var sjálfur mættur til að kenna okkur á þau og fylgdi okkur í stutta æfingarleið þangað til við vorum orðin þæginlega köld og marin eftir föllinn.

Keppnin var kynskipt og vildi svo heppilega til að aldrei.is átti "mann" í hvoru liði, svona til að tryggja sigur hvert sem færi. Karlar: Rás 2, Mogginn og Aldrei (Stephen). Konur: Grapevine, Stöð 2 og Aldrei (Rúna).

Kvenkynið var miklu fimara að koma sér í mark og féllu tveir í karlaliðinu (Rás 2 og Aldrei) sem gerði útslagið í þessari viðureign. Ég kunni því miður ekki að bremsa og féll með ákveðinni reisn. Að sjálfsögðu þarf maður að kunna það áður en maður keppir í meistarmóti blaðamanna, en við unnum samt á heimavelli.


Hálf eitt og lönch á Hótel Ísafirði. Forrétturinn var rækjusúpa. Algjört lostæti. Síðan var borinn fram fiskur í karrýeplasósu, undursamlegur hvaðan sem hann kom. Sögur af Bubba Morthens og öðrum fljúga um. ,,Kraftwerk eru víst bókaðir á Airwaves 2013’’ og kuldinn úr fingrunum hverfur loks yfir kaffibollanum.


,,Uppgjörið verður smá performans með Athygli (fyrrum hljómsveitin Duro) í Vestfirzku Verzluninni kl 16:00‘’ kynnir Jón Þór við borðið. 3 tímar... 180 mínútur í það. Ég reyni að gúgla hvað það eru margar mínútur í Aldrei fór ég suður... 27.360 Mínútur. ,,Sibbitt in the Hippit’’ muldra ég og skrifa niður nauðsynjar... Tíminn er naumur.