Ágúst Atlason | mánudagur 18. apríl 2011

AFÉS bolirnir komnir í sölu!

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Aldrei fór ég suður bolirnir eru komnir! Já þið lásuð rétt, í ár ætlum við að byrja gleðina snemma og verða bolirnir, ásamt öllum öðrum varningi frá hátíðinni seldir frá og með deginum í dag í Bókhlöðunni á Ísafirði.

 

Okkur langaði að gera eitthvað meira við bolina heldur en að hafa bara AFÉS sjómanninn (eins og hefur verið oftast í gegnum árin) því þessir bolir hafa verið merktir með ári og eiga sumir hverjir boli frá hverri hátíð. Okkar fannst því góð hugmynd að að búa til nýja útgáfu á hverju ári og ætlum við að byrja þessa hefð núna í ár. Við fengum Gunnar Bjarna Guðmundsson graffískan hönnuð hér á Ísafirði til þess að koma með hugmyndir fyrir bolina og varð þessi hugmynd fyrir valinu.

 

Aldrei fór ég suður er rokkhátíð alþýðunnar og er hún opin öllum aldurhópnum. Þar af leiðandi ákváðum við að nú væri tímabært að bjóða loksins upp á boli fyrir krakka. Svo við bættum inn í flóruna barnabolum 3-4 ára og 7-8 ára og ættu því allir frá 1-2 ára og uppúr að geta fundið sér boli.

 

Önnur nýung í ár er sú að við höfum opnað sölusíðu þar sem allur fatnaður frá okkur verður seldur. Hægt verður að kaupa í gegnum síðuna seinna í dag og hér kemstu inn á sölusíðu aldrei.

 

Við viljum biðja fólk um að fylgjast vel með í dag því það er ALDREI að vita nema að fleiri vörur detti inn…

 

-Eiturferski söluvarningshópurinn