Ágúst Atlason | mánudagur 18. apríl 2011

Aldrei fór ég suður hettupeysur og barmmerki

Hettupeysur er alltaf töff og þægilegar! Okkur langaði alveg rosalega mikið til að þess að gera nokkrar Aldrei fór ég suður hettupeysur og erum við hæst ánægð með að geta boðið upp á þær. Peysurnar eru svartar með AFÉS sjómanninum og textabroti úr laginu Murr murr með Mugison á bakinu. Gunnar Bjarni Guðmundsson hannaði graffíkina og finnst okkur hún einstaklega skemmtileg.

 

Peysurnar eru til í  takmörkuðu upplagi og gildir því hér reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Þær kosta kr. 5000 og fást í Bókhlöðunni á Ísafirði og einnig er hægt að kaupa þær á sölusíðunni okkar seinna í dag.

 

Okkur er einnig sönn ánægja að tilkynna það að hin frægu barmmerki sem hafa fylgt hátíðinni frá byrjun eru einnig komin hús og er hægt er að nálgast þau í Bókhlöðunni. Þau eru merkt hátíðinni og árinu og fást þau í öllum regnboganslitum svo það er um að gera að skreppa út í Bókhlöðu og kaupa sér merki með uppáhaldslitnum sínum. Merkin kosta kr. 300 og ætti enginn að ganga um bæinn nema með AFÉS nælu í barminum.

 

Við mælum með því að fólk haldi áfram að fylgjast með aldrei.is því við í söluvarningshópnum erum ekki búin að afhjúpa allt sem verður boði…

 

-Eiturferski söluvarningshópurinn