Fimmhundruðogeitthvaðmyndir voru að rata inn á vefinn. Þetta eru myndir frá laugardeginum, alveg frá brunch listamannanna og fram að lokum tónleika. Nú er bara 1 ár -vika í næstu hátíð og maður getur farið að láta sér hlakka til!
Á næstu dögum koma svo myndir frá sundlaugar yoga/tónleika ferð sem farin var í sundlaug Bolungarvíkur á sunnudeginum og eitthvað smá matnum sem haldinn var fyrir Grafík/SSSól ballið sem var í Félagsheimili Bolungarvíkur á sunnudagskvöldinu, verst að hafa ekki náð að komast á það!