Ágúst Atlason | miðvikudagur 21. mars 2012

Húsnæðismál Aldrei fór ég suður 2012

Þessi tilkynning var að berast frá Rokkstjóra vorum:

 

Húsnæðismál hátíðarinnar:
Undirbúningsnefnd Aldrei fór ég suður fór ögn fram úr sér við tilkynningu á nýju húsnæði hátíðarinnar. Við nánari athugun hefur orðið ljóst að tími gefst ekki til að breyta húsnæðinu þannig að hægt sé með góðu móti að fylla það af tónleikagestum, að minnsta kosti ekki þetta árið.
Við viljum þakka eigendum Skipanausts og forsvarsmönnum Eimskipa kærlega fyrir auðsýndan velvilja og biðjumst afsökunar á þessu frumhlaupi okkar.
Leitað hefur verið á náðir húsráðenda á Grænagarði þar sem hátíðin hefur verið til húsa síðustu þrjú ár og hafa þeir tekið vel í beiðni okkar. Hátíðin verður því haldin þar í ár. Fá þeir okkar bestu þakkir fyrir.

Dagskrá:
Að vanda verður hátíðin haldin um páskahelgina og lítur dagskráin svona út:

Fimmtudagur 5. apríl

Kl. 21:00 - 00:00 Upphitunarkvöld í Ísafjarðarbíó 
Stand up og tónlist
Kl. 20:00 - 22:00 Stuð, stuð, stuð. Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Kvöldstund um tónlist með Dr. Gunna. Saga íslenska rokksins og poppsins 1950 – 2010.

Föstudagur 6. apríl

Kl.18:00 - 01:00 Rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Grænagarði, í KNH-skemmunni.


Laugardagur 7. apríl

Kl.16:00 - 01:00 Rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Grænagarði, í KNH-skemmunni.


Foreldrar hátíðarinnar í ár:
Eins og undanfarin ár þá er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og gerir það okkur kleift að sleppa því að rukka aðgangseyri. Dyggileg aðkoma fyrirtækja hefur tryggt hátíðinni fjármagn til þess að halda hátíðina. Í ár hefur hátíðin eignast nýjan hóp foreldra og erum við mjög stolt af þessum hópi

Foreldrar okkar í ár eru:

Svo fór um sjóferð þá, en horfum á björtu hliðarnar, við kunnum sko að rokka í KNH skemmunni og stuðið verður ennþá sullandi og bullandi!