Ágúst Atlason | fimmtudagur 28. apríl 2011

Hvað verður um upptökurnar?

Já það má með sanni segja að LIVE streymið sem Inspired by Iceland sá um þetta árið hafi vakið mikla lukku. Var þetta streymi samvinna Aldrei fór ég suður, Inspided by Iceland, Íslandsstofu og Kukl sem sá um alla upptöku, og sá RÁS2 alveg um hljóðið. Þá útvegaði Snerpa ehf á Ísafirði Internettenginguna sem þetta svo flaut um alnetið á/frá. Var mál manna að þetta hafi verið ótrúlega flott, en ég sá ekkert af þessu sjálfur þar sem ég var of upptekinn við að vera á tónleikunum og hlakkar mig mikið til að geta upplifað þetta aftur heima við skjáinn! En þig?

 

Allavega, þá sendi ég henni Heru Brá á Íslandsstofu línu og spurðist fyrir um hvað yrði af upptökunum sem eru til eftir þessa ógleymanlegu hátíð, hér er svarið:

 

Live streymið vakti mikla lukku og eru margir spenntir að geta horft á tónleikana aftur, sérstaklega tónlistarmennirnir sjálfir ;) Það er mér því mikil ánægja að segja frá því að í þessum töluðu orðum eru snillingarnir í Kukl á fullu að klippa tónleikana til og verður þeim skellt inn á heimasíðu Inspired by Iceland um leið og þetta verður allt saman tilbúið! :)


Kær kveðja/Kind Regards,

Hera Brá Gunnarsdóttir
Verkefnisstjóri, markaðssókn
Project Manager, Marketing & Visit Iceland

 

WHOOOOOOHOOOOOOO!