Ágúst Atlason | þriðjudagur 3. janúar 2012

Íslenskir draumar og Aldrei fór ég suður

Íslenskuneminn Patrick Doodt kom til Íslands árið 2010 til að taka þátt í íslensku námi sem fór fram á Núpi á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Hann hefur greinilega fallið fyrir Íslandi því 9 mánuðum síðar var hann mættur aftur, til að fara á Aldrei fór ég suður! Hann gisti meira að segja aftur á Núpi en það er orðið umrætt víða hversu gott sé að gista þar hjá "Núpsbræðrunum". Video þetta birtist á Inspired by Iceland vefnum nú rétt fyrir jólin og má sjá það hér. Ég hinsvegar fór styttri leiðina og skellti þessu beint hérna inn, endilega kíkið!