Aldrei fór ég suður | þriðjudagur 30. mars 2010

Landsbankinn á Ísafirði bregst vel við

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast rétt í þessu að Landsbankinn á Ísafirði ætlar að vera einn bakhjarla Aldrei fór ég suður 2010. Eru þetta miklar gleðifréttir þar sem hátíð sem þessi er alfarið rekið á styrktarfé, veitinga- og minjagripasölu, og velvilja ýmissa fyrirtækja og einstaklinga. 

Kunnum við sem að hátíðinni standa Landsbankanum á Ísafirði hinar bestu þakkir fyrir stuðninginn og einstaklega snör viðbrögð þegar leitað var til hans korteri fyrir gigg.