Andri Pétur Þrastarson | þriðjudagur 20. mars 2012

Listamenn og Lífskúnstnerar 2012. Hinir fimm næstu.

Retro Stefson

Retro Stefson. Punktur. 

Þarf að segja meira?  Í rauninni ekki , en ef svo skemmtilega vill til að þú kæri lesandi hafir verið að leigja hjá draugi Gísla á Uppsölum undanfarin misseri og ert nú fyrst koma til baka í siðmenninguna, leyfið mér þá að lýsa upp líf yðar með fagnaðarerindinu  sem Retro Stefson er.  Þessi Reykvísku glæsimenni byrjuðu fyrst á því að heilla landsmenn uppúr skónum með disknum Montana sem inníhélt allt frá afríkugrúvi til diskópopps.  Það skemmdi heldur ekki fyrir hversu magnaða tónleikaupplifun þeir bjóða uppá.  Uppá síðkastið hafa þeir einnig verið að smokra sér útfyrir landsteinana og var seinni diskur þeirra Kimbabwe einnig gefin út í Evrópu og dvöldu þau í Berlín um tíma við æfingar og spilerí. 

Þeirra nýjasta lag Qween fór í spilun fyrir stuttu,  og var það ekki verra en svo, að það situr nú í efsta sæti vinsældarlista rásar 2.    

 

(Þarna eru þau í flugskýli, og næst er það (stórt) bátaskýli. Fullt af rokkstigum!)

 

Klysja

Hinir ungu kappar í Klysju(áður þekktir undir nafninu U.S.I.) hafa tryllt ísfirsk ungmenni uppá síðkastið, meðal annars á síðustu Aldrei fór ég suður hátíð.  Og hefur sveitinni hefur aðeins uxið ásmeginn síðan þá, orðnir þéttari og semja hvern smellinn á fætur öðrum.  Þeir eru t.d. komnir með fastráðinn söngvara og eru meðal þáttakenda í Músiktilraunum í Austurbæ í ár, og mæli ég með því að sem flestir kíkji á þá laugardaginn 24. mars.   Klysju liðar gæla við hinar ýmsu stefnur rokksins, en það má glögglega heyra áhrif frá hljómsveitum eins og Kings of Leon og Muse. 

 

(Myndband með undir 300 views, fullt af hipster stigum í boði!)

 

Dúkkulísur
Þetta frækna kvennaband sleit barnskónum á Egilstöðum og stóðu svo uppi sem sigurvegarar Músiktilrauna árið 83’.  Þær lét hina íslensku karlrembu ekkert á sig fá og brilleruðu algerlega bæði í lagasmíðum og tónleikahaldi,  liggja t.d. eftir þær smellir eins og Svarthvíta hetjan mín og Pamela í Dallas.  Árið 1987 fór sveitin í dvala um nokkra hríð, en sneri svo aftur 10 árum seinna á 50 ára afmæli Egilstaðarbæjar við mikinn fögnuð íslenskrar tónlistarflóru.  Spilagleðin tók sig aftur upp í dömunum og hafa þær komið reglulega saman síðan þá, bæði til tónsmíða og tónleikahalds.  Þær lengi lifi!

 

 

Sykur

Einu sinni sagði eitthver eitthvertíman að elektróník væri dauð.  Eða var það pönkið?  Allavega, Sykur hefur unnið í því að gera heim okkar sætari með úrvals elektrói síðan 2009,  lög þeirra eru ýmist pjúra raftónlist eða hreinræktað elektró með úrvals vókulum(er ég farinn að endurtaka mig?).   Þeir grúva svo vel að ef hver einasti 19 ára danssjúklingur myndi roðna niður í tær við þann heiður að vera nefnd í sömu setningu og Sykur.   Eins og stendur held ég að FM Belfast eigi metið í  flokki raftónlistarmanna sem tekist hefur að halda fótum dansþyrstra hátíðargesta af gólfinu sem lengst, en mig grunar að Sykur eigi eftir að gefa þeim gott “run for the money”(eins og maður segir á góðri slæmsku).

 


(Ég veit þeir eiga nýrri lög, en þetta er bara svo vandræðalega gott.)

 

Gudrid Hansdóttir
Þessi unga dama er fædd og uppalin í færeyjum en hefur uppá síðkastið búið og starfað á okkar fögru frón.  Hún spilar popp skotna folk tónlist, og syngur ýmist á ensku og færeysku og tekst að ná fram mjög skemmtilegru stemmingu með blönduu þessara ólíku tungumála.  Poppið kemur með enskunni, en það sem lyftir tónlistinni er á hærra plan er hversu unaðslega ljóðræn færeyskan hljómar.  Unun á að heyra.  Ég er eiginlega í hálfgerri(algerri) tónlistarvímu eftir að hafa sett saman þessa færslu, ef rokknefndin heldur áfram að buna inn svona góðum atriðum þá veit ég ekki hvort ég eigi eftir að lifa af fram að hátíð.