Snorri Örn Rafnsson | laugardagur 31. mars 2018

MUGISON KEMUR TIL BJARGAR!

Af óviðráðanlegum orsökum þurfti Kuldaboli að afboða komu sína til okkar, en hann ætlaði að opna laugardaginn með electro tónlist sinni.
Okkur þykir það voða leiðinlegt en svona getur alltaf gerst og við fáum hann bara til að spila fyrir okkur seinna.

En hver á þá að stíga fyrstur á svið og þar með redda málunum all svakalega?

Váleg tíðindi fyrir Mugison aðdáendur sem ætluðu að nýta sér fjarveru hans til að hreinlega mæta ekki á Aldrei í ár.
Nú er það fyrir bí því strákurinn ætlar að redda málunum af sinni alkunnu snilld og barasta spila klukkan 19:30 í skemmunni í dag!

Allir að mæta og fá sér rækjuborgara og Mugison.