Ágúst Atlason | þriðjudagur 27. mars 2012

Maður gerir ekki rassgat einn!

Það verður mikið um dýrðir á fimmtudaginn komandi, en þá mun endanlegur listi listamanna verða kynntur. Haldinn verður blaðamannafundur inn á Ísafjarðarflugvelli kl: 10 og svo verður haldið á sjó og stefnan tekin á Vigur í hinni árlegu kynningarferð Aldrei fór ég suður og ábúendur og afkomendur sjá um ferðalangana, færð ekki betri leiðsögn en það, takk Salvar og Böddi! Það er svo kaffihúsið og ferðaskrifstofan Bræðraborg sem bíður upp á far með bátnum Bjarnanes og smá kruðerí að hætti Bræðraborgar.

 

Eru blaðamenn og velunnarar hvattir til að koma og ná sér í ferskar fréttir og fínar myndir af atburðinum. Skrifað verður undir samstarfssamninga foreldra Aldrei en aðalforeldar Aldrei fór ég suður 2012 eru:

Einn þriðji listamanna hefur verið kynntur til leiks og eru þar margar kanónur í bland við okkar frábæru tónlistamenn af svæðinu. Aldrei hefur alltaf kappkostað við að sinna öllum tónlistarstefnum og ættu allir að fara létt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Atriðin eru í kringum 30 talsins og hérna má sjá þá listamenn sem hafa verið kynntir:

 

Það er því nokkuð ljóst að listinn allur verður birtur á fimmtudagsmorguninn og get ég fullvissað ykkur um að hann er rosalegur, svakalegur, æðislegur, kynþokkafullur og allt þar á milli!

 

Takk kæru foreldrar, listamenn og aðrir velunnarar hátíðarinnar, og eins og fleygt er eftir meistara Mugison:

 

Maður gerir ekki rassgat einn!