Ágúst Atlason | föstudagur 1. apríl 2011

Passar á sérstakt VIP svæði á AFÉS 2011!

Já þið lásuð rétt, það verður sett upp sérstakt VIP svæði á Aldrei fór ég suður 2011! Þeir sem ná passa í þetta svæði munu einnig fá svokallaðan backstagepass eða baksviðspassa og verður þá frjálst að rölta um meðal poppara og annara fyrirmanna og chilla með þeim í fínum sófasettum. Er þetta nýr liður í fjáröflun fyrir hátíðina segir Jón Þór Þorleifsson, Rokkstjóri.

„Við ákváðum að ráðast í að reisa litla girðingu fremst við sviðið og bjóða passa til sölu að þessu svæði" segir Jón Þór og heldur áfram, „Þetta verða bara 200 passar og ætlum við eingöngu að bjóða þetta heimamönnum og verða passarnir til sölu í Hamraborg í dag á milli 14-16".

Passinn mun kosta 1500 íslenskar krónur og gildir lögmálið FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!