Snorri Örn Rafnsson | föstudagur 18. mars 2016

Rokkstjóri með húfu?!

66North hafa galdrað fram þessar líka flottu húfur fyrir okkur. Þær eru meira að segja svo fagrar og föngulegar að Birna Rokkstjóri hefur ekki sést án einnar slíkrar á kollinum í uggvænlega langan tíma.
Þessar húfur verða að sjálfsögðu til sölu í söluskúrnum okkar á svæðinu og við vonum að þær munu prýða marga kolla.
Einnig verður alls kyns annar úrvals varningur til sölu á sama stað.

Styrkið Aldrei fór ég suður og verið kúl.