Ágúst Atlason | miðvikudagur 4. apríl 2012

Streymið frá hátíðinni í ár

Undirbúningi að netútsendingu er nú að mestu lokið og einungis eftir generalprufa þegar útsendingarbíll verður kominn vestur á morgun. Nýmæli í útsendingunni er að nú er straumum dreift frá mörgum streymisþjónum, þar af tveimur hjá Snerpu og nokkrum til viðbótar hjá Símafélaginu. Álagsdreifingin ætti að gefa skarpari og betri mynd hjá þeim sem horfa auk þess sem hætta á hnökrum vegna álags er minni en áður.

Í ofanálag mun svo verða streymt efni frá fyrra kvöldinu á meðan beðið er eftir að byrji stuðið á laugardagkvöldinu. Videoin munu því koma aftur og aftur og getur fólk þá fylgst með og skoðað, aftur og aftur. Nóg er að fara bara inn á vef Inspired by Iceland og horfa!

 

Verkefni þetta er unnið í samstarfi:

 

Gæti þetta verið meira stuð?

 

PS: Þess má geta að Rás 2 mun vera í beinni útsendingu frá hátíðinni á laugardeginum svo þeir sem komast ekki geta fylgst með.