Ágúst Atlason | miðvikudagur 6. apríl 2011

Sullandi bullandi!

Ýmislegt smálegt er að gerast hér og þar í aðdraganda Aldrei fór ég suður. Allir litlu hlutirnir í kringum svona hátíð eru bara hreint ekkert litlir. Vinna í öllum nefndum er komin á fullt og t.d veit ég að söluvarningslið AFÉS fer að koma með stórfréttir og nýja tískulínu merkta Aldrei fór ég suður. Það er að bætast í stuðningsaðila sem eru til í góða díla og nú nýverið gerðu AFÉS og EXTON með sér 3 ára samning um stærra hljóðkerfi og ýmislegt ljósa gotterí fyrir tónleikana, það ætti að sounda vel þetta árið og allt upplýst! 

AFÉS hefur verið í góðu samstarfi við Venna og Stuð ehf með græjur og mun það frábæra samstarf að sjálfsögðu halda áfram.

 

Ferðaskrifstofur eru að taka við sér og bjóða ferðir vestur um páskana tengdar AFÉS og er vestfirska ferðastofan Vesturferðir ein af þeim, tilboð þeirra má sjá hér og eru þau fjölbreytt og flott og ættu allir að geta fundið sér ferð við hæfi.

 

Einnig eru Icelandic Excursions með sætaferðir úr Reykjavík á góðu verði, kíktu á það!

 

Heimsóknir á síðuna hafa farið fram úr björtustu vonum og hafa um 13.000 heimsótt síðuna frá upphafi og hafa flettingar verið tæplega 50.000 sem verður að teljast alger snilld, takk fyrir að kíkja við!

 

Við höfum verið að laga til og breyta ýmsu, eins og t.d Gestabókin sem við hvetjum ykkur til að skrifa í og skilja eftir ykkar spor á síðunni, talið um reynslu fyrri hátíða og svona, það er gaman fyrir aðra að lesa og sannfærast um að hér sé hið hreina STUÐ við völd alla páska, eins og við vitum sem hafa ánetjast AFÉS :)

 

Settur var upp skráarstjóri til að þjóna miðlum og auglýsendum, en sífellt er verið að óska eftir logoi og myndum. Þarna má finna slatta af myndum og logo hátíðarinnar í góðum gæðum og okkur langar að hvetja ykkur til að leika ykkur og gera einhverjar Photoshop veislur, GO A HEAD og sendið okkur það sem kemur út úr því!

 

Hey já, og eitt enn! Við erum að safna 3000 áhangendum á Facebook áður en hátíð hefst, gefðu okkur LIKE og bentu öllum vinum þínum á okkur, takk!

 

AHEMM 14 dagar í stuðið.