Ágúst Atlason | miðvikudagur 20. apríl 2011

Svalasta lopapeysa allra tíma!

Velunnari hátíðarinnar gaf okkur þessa frábæru peysu sem hún prjónaði af alúð og festu eftir að hafa fengið Knitting Iceland í lið með sér til að koma okkar skemmtilega logói á prónrænt form.   Mugison mun nota peysuna um páskana og að sjálfsögðu spila í henni á laugardagskvöldið.

 

Peysan góða veður boðin upp á netinu um páskana og eru reglur uppboðsins einfaldar.

  • Til að bjóða er sent email á aldrei@snerpa.is
  • Þar verður að koma fram nafn bjóðanda, upphæð boðsins og símanúmer sem hægt er að ná í viðkomandi.
  • Eftir að email hefur verið sent telst tilboðið bindandi.Lágmarksboð er kr. 50.000 (að ósk gefandans)
  • Á þessu Uppboðssvæði aldrei.is verður uppfært á klukkustundar fresti ef hærra boð kemur fram.
  • Uppboðið er öllum opið.

Það er von okkar að sem flestir bæði fyrirtæki og einstaklingar muni bjóða í gripinn og sú eða sá heppni mun fá peysuna afhenta á sviðinu strax eftir að Mugison hefur spilað