Rúna Esradóttir | föstudagur 15. mars 2013

Þetta er ást! Aldrei fór ég suður lagið með Fjallabræðrum og Röggu Gísla

 

Það var á milli jóla og nýjárs sem Afésnefndin kom saman til að skeggræða og skerpa línurnar fyrir hátíðina.  Hvað ef við stefnum Röggu Gísla og Fjallabræðrum saman? Er það ekki eitthvað? Spurði Pétur Magg.  Nú hefur komið á daginn að þessi samsteypa er svo sannarlega orðin "eitthvað" og meira til.

Ragga býr yfir rífandi sköpunarkrafti, hvað varð til þess að hún samdi þetta lag? "Langaði að semja eitthvað fallegt og blítt fyrir þessa töffara" sagði hún í viðtali á Rás 2 rétt áðan. 

 

"Það er bara svo mikil ást á Aldrei fór ég suður, þegar ég var að klippa saman myndbandið ákvað ég að nota myndir frá síðustu hátíðum og átti ekki í neinum vandræðum með að finna ástríkar myndir, það eru allir brosandi" Sagði Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra í stuttu viðtali við blaðamann aldrei.is.

Hér má einnig geta þess að Fjallabræður eru með tónleika í Íþróttahúsinu á Ísafirði á Skírdag og er það gott tækifæri til þess að sitja og hafa það náðugt undir fallegum/töff tónum þeirra. Hér er um að ræða karlakór sem ræktar jafnt sínar grófu og mjúku hliðar. Umfjöllun um tónleikana má sjá hér á vef bb.is.

 

Lag:Ragnhildur Gísladóttir

Texti: Steinunn Þorvalds

Strengjasveitina skipar Unnur Birna

Undirleikur í höndum hljómsveitar Fjallabræðra 

Halldór Gunnar Pálsson klippti saman myndbandið og fékk til þess myndir frá föður sínum Páli Önundarsyni og Aldrei fór ég suður.

 

 

Þetta er ást!