Það mætti segja að rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður sé þjófstartað sólarhring áður en fyrstu tónar munu óma um rokkskemmuna góðu. Í kvöld verður dagskrá á vegum hátíðarinnar á tveimur stöðum í miðbænum, annars vegar í sal Tónlistarskólans, Hömrum, sem er við hliðina á sundlaug bæjarins og hinsvegar á skemmtistaðnum Krúsinni í kjallara Ísafjarðarbíós. Þetta er annað árið í röð sem boðið er uppá álíka dagskrá á skírdagskvöldi en hugsunin er að dreifa úr Aldrei fór ég suður andanum og fara með hann niðrí bæ.