Andri Pétur Þrastarson | miðvikudagur 23. mars 2011

Tímaplan Aldrei fór ég suður 2011(límið þetta á ísskápinn!)

Útlínur hátíðarinnar í ár eru óðum að skýrast, og hefur nú verið tekin ákvörðun um það hvernig tímasetningum á tónleikahaldi og stuði er háttað.  

Á fimmtudagskvöldinu 21.04 verða tónleikar og uppistand í krúsinni, það var fyrst reynt í fyrra og tókst með þvílíkum ágætum að efnt verður til slíks stemmingsskapara að þessu sinni líka.  Og ekki von á öðru nema bullandi stemmingu fyrir komandi stuði.
Á föstudaginn 22.04 er stuðinu formlega sparkað af stað í KNH húsinu klukkan 20:00 og er gert hlé á formlegu stuði klukkan 01:00.
Á laugardaginn 23.04 heldur stuðið svo áfram klukkan 18:00 og lýkur því klukkan 01:00. (Og eins og áður segir formlegu stuði, auðvitað eru allir í stuði alla páskahátíðina!)

Við viljum minna foreldra barna sem viðstödd eru á hátíðinni að virða reglur um útivistartíma barna, en þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00.

Rafmagnaðar rokk og ról kveðjur þar til næst!