Tinna Ólafsdóttir | fimmtudagur 14. mars 2019

Tónlistarviðburður ársins

Aldrei fór ég suður hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins 2018 í poppi og rokki. Þetta er okkur að sjálfsögðu bæði mikill heiður og hvatning.

Fulltrúar okkar fóru fullir þakklætis upp á svið á verðlaununum og þökkuðu íslensku tónlistarfólki, íbúum Ísafjarðarbæjar sem og öðrum bakhjörlum. Við dýrkum ykkur öll og erum í skýjunum. Sjáumst á páskunum fyrir vestan!