Tinna Ólafsdóttir | miðvikudagur 13. mars 2019

Vinnur þú flug vestur um páskana?

Nú er bara rúmur mánuður í Aldrei 2019 og því finnst okkur alveg upplagt að byrja upphitunina fyrir hátíðina af alvöru. Við erum alveg ótrúlega nálægt því að komast upp í 10.000 fylgjendur á Facebook-síðunni okkar og um leið og við náum því ætlum við að halda upp á það með því að gefa einum fylgjanda flugmiða vestur í stuðið með Air Iceland Connect.

Kíkið á www.facebook.com/aldreiforegsudur og skellið í like til að komast í pottinn. Svo sjáumst við bara um páskana!