Andri Pétur Þrastarson | föstudagur 22. apríl 2011

Virtual Motion

Hljómsveitin Virtual Motion er ein af þeim fjölmörgu stórgóðu sveitum sem taka lagið á Aldrei fór ég suður í ár.  Og langaði mig að skerpa aðeins skilning lesanda á þessu fyrirbæri sem er Virtual motion, V-i-r-t-u-a-l m-o-t-i-o-n(svo að þið munið alveg örugglega hvað hún heitir(Virtual motion)). 

Og þar sem að þetta er nú netmiðill gaf ég skít í það að setjast niður með kaffibolla og spjalla, og settist frekar niður, skrifaði email í þægindum heimahússins, með nokkrum spurningum og sendi á Smára Alfreðsson, einnig þekktur undir nafninu Smalli Sax. 

 

Ég hóf bréfið á klassísku spurningunni sem allar hljómsveitir eru spurðar að, í það minnsta kosti einu sinni í viðtali: ,,Hvaðan kemur nafnið Virtual motion?”

S: Nafnið kemur úr japanskri iðnaðartækni, en Sindri trommari sveitarinnar kom með nafnið. 

 

Til að glöggva mig nánar á þessu sló ég inn “Virtual motion japan” inní vefleitarvélina google og fékk þetta: http://www.spatial.com/images/community/case_studies/virtualimage.gif

og þar sem þetta lítur mjög iðnaðarlega út giska ég á að þetta sé umrædd tækni.

 

Næst spyr ég hvaðan meðlimir sveitarinnar séu, og með stolti(ég ímynda mér líka að Smalli hafi tekið saxafón sóló eftir að hafa svara þessu, enda þvílík hamingja sem felst í svarinu.) svarar hann:

S: Heyrðu já, gaman að segja frá því en við erum allir vestfirðingar í húð og hár!(insert saxafón sóló)

 

Er eitthver bræðrarígur innan hljómsveitarinnar?

S: Við erum allir bræður, nema Sindri... hann er trommari.  Hjá okkur ríkir aðeins kærleikur og vinátta.

 

Næsta spurning er einnig frekar algeng, og er í rauninni standard fyrir alla sómasamlega tónlistarnörda,  hverjir eru ykkar helstu áhrifavaldar?

S: Spólan sem við fundum um borð í Hálfdáni í Búð í gamla daga, og hin ýmsu sjónsvarpsþáttastef.

 

Því næst spyr ég hvort hljómsveitarmeðlimir Virtual Motion reyni að einhverjuleiti að fjalla um málefni líðandi stundar í lögum sínum. 

S: Já aðallega um “ástir og ævintýr”-eins og þið munið heyra.

 

Maður reynir að passa sig á því að sökkva ekki of djúp í heimstónlistarlegaspekipælingar, og halda þessu í léttari kantinum.  Svo að lokum spyr ég að tveimur léttum Virtual Motion spurningum.

 

Hver er fyrstur undir borð þegar bandið fer að staupa sig?

S: Japanski hljóðmaðurinn okkar.

 

Hvert er uppáhaldslag ykkar með Stjórninni?

S: Þessi augu.

 

Þannig líkur yfirferð minni á emailsvaralistanum,  ég þakka Smára fyrir að taka sér tímann til að svara og mæli eindregið með að fólk taki sér tíma til að tjékka á þessu stórgóða fyrirbæri sem er Virtual motion.

 

Virtual Motion!