Tinna Ólafsdóttir | fimmtudagur 18. apríl 2019

Lænöppið 2019!

Stundin er runnin upp! Við kynnum: LÆNÖPPIÐ!

Tinna Ólafsdóttir | föstudagur 12. apríl 2019

Allt sem þú þarft að vita fyrir vesturför

Ertu að koma vestur um páskana? Veistu ekki alveg hvernig þetta gengur fyrir sig? Veltir þú því fyrir þér hvernig þú átt að komast hingað, hvað þú átt að borða og hvernig þú átt að þrífa þig? Ekki örvænta. Hér efst á síðunni er flipi sem heitir „upplýsingar“ og þar finnur þú allar helstu upplýsingar um dagskrána á svæðinu, skíðavikuna, veitingar, opnunartíma sundlauga og fleira og fleira. Vefurinn paskar.is er líka prýðileg uppspretta gagnlegra upplýsinga.

Sjáumst hress um páskana!

Tinna Ólafsdóttir | fimmtudagur 14. mars 2019

Tónlistarviðburður ársins

Aldrei fór ég suður hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónlistarviðburð ársins 2018 í poppi og rokki. Þetta er okkur að sjálfsögðu bæði mikill heiður og hvatning.

Fulltrúar okkar fóru fullir þakklætis upp á svið á verðlaununum og þökkuðu íslensku tónlistarfólki, íbúum Ísafjarðarbæjar sem og öðrum bakhjörlum. Við dýrkum ykkur öll og erum í skýjunum. Sjáumst á páskunum fyrir vestan!

 

Tinna Ólafsdóttir | miðvikudagur 13. mars 2019

Vinnur þú flug vestur um páskana?

Nú er bara rúmur mánuður í Aldrei 2019 og því finnst okkur alveg upplagt að byrja upphitunina fyrir hátíðina af alvöru. Við erum alveg ótrúlega nálægt því að komast upp í 10.000 fylgjendur á Facebook-síðunni okkar og um leið og við náum því ætlum við að halda upp á það með því að gefa einum fylgjanda flugmiða vestur í stuðið með Air Iceland Connect.

Kíkið á www.facebook.com/aldreiforegsudur og skellið í like til að komast í pottinn. Svo sjáumst við bara um páskana!

 

Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 13. febrúar 2019

Plakatið 2019 í allri sinni dýrð!

Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 13. febrúar 2019

Myndbandið er komið!

Eða já, það er komið ef þú ert ekki of snemma...!

Eftir klukkan 13:00 í dag 13. febrúar 2019 verður hægt að sjá þetta stórfenglega
kynningarmyndband sem sérvalið fólk setti saman til að kynna listamennina sem
koma fram á næstu hátíð.
Ótrúlega spennó!

 

Dagskrá Aldrei fór ég suður 2019
Kynnir: Fallegi smiðurinn
Leikstjórn og vinnsla: Ásgeir Helgi
Lag: Gosi - Better