Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 13. febrúar 2019

Plakatið 2019 í allri sinni dýrð!

Snorri Örn Rafnsson | miðvikudagur 13. febrúar 2019

Myndbandið er komið!

Eða já, það er komið ef þú ert ekki of snemma...!

Eftir klukkan 13:00 í dag 13. febrúar 2019 verður hægt að sjá þetta stórfenglega
kynningarmyndband sem sérvalið fólk setti saman til að kynna listamennina sem
koma fram á næstu hátíð.
Ótrúlega spennó!

 

Dagskrá Aldrei fór ég suður 2019
Kynnir: Fallegi smiðurinn
Leikstjórn og vinnsla: Ásgeir Helgi
Lag: Gosi - Better

Snorri Örn Rafnsson | þriðjudagur 12. febrúar 2019

Það styttist í fjörið!

Það verður hægt að lesa þetta plakat á morgun!!!

Fyrst á samfélagsmiðlun klukkan 13:00, og hægt verður að hlusta á einhvern annan lesa það fyrir þig á Rás 2, einnig klukkan 13:00.

Spennan er þrúgandi!

Kristján Freyr Halldórsson | mánudagur 9. apríl 2018

ÁVARP ROKKSTJÓRA

Kæru vinir,

nú þegar rykið er að falla eftir fimmtándu Aldrei fór ég suður hátíðina sem haldin var hér á Ísafirði um páskana þá á ég erfitt með að vera ekki pínu meyr. Jafnvel örlítið væminn. Ég ætla þó að reyna að halda kúlinu. Ég er nú einu sinni rokkstjórinn, hann á ekki að vera að grenja í beinni.

Á bakvið hátíðina stendur um 20 manna hópur. Hópurinn tekur sig saman að hausti og þá kemur í ljós hversu margir í þessum hópi eru til í að vera memm hverju sinni. Blessunarlega er það varla neinn sem helst hefur úr lestinni og er því þessi hópur orðinn gríðarsterkur og samheldinn. Sumir í hópnum eru æskuvinir en það er þó mun meiri breidd í honum. Allir eiga það sammerkt að eiga hér rætur eða búa hér og finna hjá sér ástríðuna að halda þessa fallegu hátíð á ári hverju. Þetta er einu orði sagt stórkostlegur hópur.


Meira
Ásgeir Helgi Þrastarson | föstudagur 6. apríl 2018

Stemningu AFÉS 2018 fangað á vídeó!

Strákarnir hjá Gústi Productions hafa búið til vídeó sem tekur saman hátíðina í ár sem má sjá hér fyrir neðan:

 

Snorri Örn Rafnsson | laugardagur 31. mars 2018

MUGISON KEMUR TIL BJARGAR!

Af óviðráðanlegum orsökum þurfti Kuldaboli að afboða komu sína til okkar, en hann ætlaði að opna laugardaginn með electro tónlist sinni.
Okkur þykir það voða leiðinlegt en svona getur alltaf gerst og við fáum hann bara til að spila fyrir okkur seinna.

En hver á þá að stíga fyrstur á svið og þar með redda málunum all svakalega?

Váleg tíðindi fyrir Mugison aðdáendur sem ætluðu að nýta sér fjarveru hans til að hreinlega mæta ekki á Aldrei í ár.
Nú er það fyrir bí því strákurinn ætlar að redda málunum af sinni alkunnu snilld og barasta spila klukkan 19:30 í skemmunni í dag!

Allir að mæta og fá sér rækjuborgara og Mugison.