Aldrei fór ég suður | þriðjudagur 30. mars 2010

Landsbankinn á Ísafirði bregst vel við

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast rétt í þessu að Landsbankinn á Ísafirði ætlar að vera einn bakhjarla Aldrei fór ég suður 2010. Eru þetta miklar gleðifréttir þar sem hátíð sem þessi er alfarið rekið á styrktarfé, veitinga- og minjagripasölu, og velvilja ýmissa fyrirtækja og einstaklinga. 

Kunnum við sem að hátíðinni standa Landsbankanum á Ísafirði hinar bestu þakkir fyrir stuðninginn og einstaklega snör viðbrögð þegar leitað var til hans korteri fyrir gigg.

Aldrei fór ég suður | föstudagur 26. mars 2010

Mál málanna

Jæja, þá er komið á hreint hvar hátíðin verður í ár. KNH verktakar hafa verið svo almennilegir að lána okkur aftur húsnæði sitt á Grænagarði og verðum við þeim ævinlega þakklátir. 

Húsnæðið hentar einkar vel og má segja með góðum vilja að það sé miðsvæðis á Ísafirði, þ.e.a.s. mitt á milli miðbæjar og Holtahverfis. Húsið hefur verið stuðmælt og mælist það 1.200 Travolt sem er vel yfir lágmarksgildi fyrir hátíð sem þessa.

 

Aldrei fór ég suður | fimmtudagur 25. mars 2010

Hver er hvað?

Nú hafa verið sett inn nokkur orð um þá listamenn sem koma fram á Aldrei fór ég suður. Ef einhver kannast ekkert við listamennina sem koma fram er hægt að fræðast örlítið um þá undir „Aldrei fór ég suður“ flipanum hér til uppi.

Aldrei fór ég suður | þriðjudagur 23. mars 2010

Listinn

Jæja, hér kemur loksins listi yfir þá sem koma fram á Aldrei fór ég suður 2010. Mjög fljótlega verður hægt að finna lágmarks upplýsingar um hvert atriði hér á síðunni.

  • Stjörnuryk 
  • MC Isaksen 
  • Klikkhausarnir 
  • Hjálmar 
  • Rúnar Þóris 
  • Mugison

Meira
Aldrei fór ég suður | fimmtudagur 18. febrúar 2010

Fyrsta holl - Urmull snýr aftur

Upplýsingaráðherra Aldrei fór ég suður hefur ákveðið að svala þorsta almennings og tilkynna tólf atriði sem verða í boði á hátíðinni í ár. Að öðrum ólöstuðum hlýtur endurkoma ísfirsku gruggsveitarinnar Urmuls að vekja mesta lukku, sérstaklega meðal síðhærðra heimamanna. 

Þá eru aðstandendur virkilega ánægðir með að geta boðið öðlingana í Hudson Wayne aftur velkomna, en hljómsveitin steig fyrst allra á svið á Aldrei fór ég suður fyrir hartnær sex árum síðan og þurftu því miður að bera hitann og þungann af byrjunarörðugleikum hátíðarinnar. 

Á listanum má einnig sjá uppistandshópinn Mið-Ísland og gamla vini hátíðarinnar eins og Hjaltalín, Bloodgroup, Morðingjana, Diktu, Ólöfu Arnalds og hina barngóðu Pollapönkara. Fram koma ísfirskar dægurlagakempur eins og Rúnar Þór (Péturs Geirs). Hátíðarhaldarar eru líka ánægðir með að geta boðið upp á sveitaballatónlist Sólans frá Sandgerði. 


Meira
Aldrei fór ég suður | miðvikudagur 10. febrúar 2010

Miðar ófáanlegir á Aldrei fór ég suður

Eins og venjulega eru einhverjir að spyrja hvernig nálgast megi miða á Aldrei fór ég suður. Það er ómögulegt þar sem hátíðin er og hefur alltaf verið ókeypis. Bara mæta á staðinn, í góðum fíling og kaupa sér AFÉS bol eða plokkfisk af hátíðarhöldurum (ef menn vilja styrkja hátíðina).
Helstu tímasetningar verða svona cirka:
Föstudagur 2.apríl: 19.00-01.00
Laugardagur 3. apríl: 16.00-02.00

We´ve had a lot of inquiries about ticket prices. Tickets are unavailable, since the festival is as usual completely free of charge. You just get there (with a place to stay) and perhaps buy an AFÉS T-shirt to finance the festival. 
The concert will take place at: 
Friday 2. April: 7.00 pm – 1.00 am 
Saturday 3. April: 4.00 pm – 2.00 am
give or take a couple of hours.