Ágúst Atlason | föstudagur 25. mars 2016

Live útsending frá Aldrei

Að sjálfsögðu verður allt live í boði Jakans TV, Snerpu, Símafélagsins og Rás 2. Útsendinguna má finna hér og á RÚV 2. Þið getið smellt á LIVE takkann uppi í valmyndinni, nú erða bara HÉR!

Ágúst Atlason | föstudagur 25. mars 2016

Lineup föstudagur!

Gleðilegan föstudag! Aldrei dag! Palla dag!
Smá breyting á lænöppi kvöldsins, okkar elsku besti Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) mætir í skemmuna um kl. 22 í kvöld. Þvílík gleðisprengja!

Þá er dagskráin sirka svona + Palli kl: 22! Pínulítið allskonar og allt í spreng :)

A.T.H Uppfært lineup!

20:00 Glowie 
20:40 Apollo
21:20 Laddi
22:00 Páll Óskar
22:40 Agent Fresco
23:20 Strigaskór nr 42

23:50 BJÓR!!

Ágúst Atlason | föstudagur 25. mars 2016

ORKUSÖLUBLOGGIÐ

Okkar ástsæla Orkusölufólk hefur tekið upp þá nýbreytni að vera með bloggara á staðnum og ætla að skrifa reglulega yfir hátíðina. Viljum við vekja sérstaka athygli á viðtali við okkar eigin Kristján Freyr Halldórsson! Við að sjálfsögðu hvetjum ykkur til að fylgjast með, nú þegar er slatti af efni komið þangað inn. Nú fer þetta að styttast, allt að verða reddí í skemmunni, setjið ykkur í gírinn!

ORKUBLOGGIÐ!

Snorri Örn Rafnsson | fimmtudagur 24. mars 2016

Lænöppið!

Flækjum þetta ekki rass!
Svona er þetta sett upp og þar af leiðandi verður þetta að öllum líkindum svona:

Hvað gerist á föstudaginn?

20:00 Glowie
20:40 Strigaskór nr 42
21:20 Laddi
22:00 Apollo
22:40 Agent Fresco
23:20 Mamma Hestur
23:50 BJÓR!!

Hvað gerist á laugardaginn?

20:00 GKR
20:40 Emiliana Torrini
21:20 Úlfur Úlfur
22:00 Risaeðlan
22:40 Tonik Ensemble
23:20 Sykur
23:55 Bjór

Ekki flókið :)

Snorri Örn Rafnsson | fimmtudagur 24. mars 2016

Plokkfisk fyrir fólkið

Hafið nú hljóð og hlýðið á.

Úr rammsöltu og úfnu hafinu rís plokkfiskur, fagur og nýr, til þess eins að bráðna í munni harðsvíruðustu sælkera; einsog smjör, einsog laukur, hveiti, rauðar íslenskar og nýdreginn þorskur. Svona höfum við ekki grátið síðan við vorum á brjósti.

Næstkomandi laugardag – milli dauða og upprisu frelsarans – frá 12 til 14 verður útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl fagnað á heimili höfundar, Sjökvist, að Tangagötu 22 á Ísafirði. Boðið verður upp á ótæpilegt magn plokkfisks, ískalda Örnumjólk, upplestur og eldhressar músíseringar. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að fara úr skónum í forstofunni – nema veðrið verði gott, þá verðum við úti á palli og þá er betra að vera í skónum, en veðrið verður áreiðanlega ekki gott, veðrið er eiginlega aldrei gott.

Útgáfuhófið er haldið í samstarfi við Mál og menningu, tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður, fiskbúðina Sjávarfang, Gamla bakaríið og Örnumjólk.
 
---

Fiskbúðin Sjávarfang á Ísafirði hefur á undanförnum árum blásið nýju lífi í fiskneyslu Ísfirðinga, eftir langt og myrkt niðurlægingartímabil fiskbúðarleysis; að jafnaði stendur hinn goðsagnakenndi Kári Jó sjálfur í brúnni, hanterar, afgreiðir og veitir sælkerum ráðgjöf úr djúpum viskubrunni sinna bragðlauka. 

Arna í Bolungarvík hefur blásið nýju lífi í íslenska mjólkurmenningu frá því vörur komu á markað 2013. Arna framleiðir laktósafríar vörur og er eitt af örfáum fyrirtækjum á mjólkurmarkaði sem ekki heyrir undir hinn volduga MS-risa sunnan heiða. En fyrst og fremst framleiðir Arna framúrskarandi mjólkurvörur. Ég hef lagað plokkfisk upp úr öllum fjáranum – frá kókosmjólk til finnskrar Valiomjólkur og víetnamskrar Dalatmjólkur – og það er engin sem stenst þeirri bolvísku snúning.

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar er menningarlegt heimili plokkfisksins, og væri jafn óhugsandi án tónlistar og án plokkfisks: eitt gínandi, gapandi kúltúrsnautt tóm.

Í Gamla bakaríinu á Ísafirði er ekki bara að finna vöggu íslenskrar snúða- og kringlumenningar, heldur hafa þau löngum bakað og seytt besta rúgbrauð landsins.

Mál og menning er bókaútgáfa í Reykjavík. Hún var stofnuð af kommúnistum.

---

PLOKKFISKBÓKIN er matreiðslubók og skáldverk eftir Eirík Örn Norðdahl

„Plokkfiskur inniheldur a.m.k. þrennt af eftirtöldum fjórum hráefnum: hvítan fisk, jafning, lauk og kartöflur. Ekki allur matur sem inniheldur öll hin nauðsynlegu innihaldsefni plokkfisks er plokkfiskur. Það þarf ákveðið eðli til. Það er ekki nóg að hafa fjóra útlimi til að vera maður – og margir menn eru raunar útlimafærri – en maður þarf að geta elskað.“

Bókin inniheldur ríflega þrjátíu plokkfiskuppskriftir.

„Alveg rosalega skemmtileg bók! Bæði skemmtileg hugleiðingabók en líka skemmtileg matreiðslubók … Öll nálgunin er frumleg … Mjög alþýðlegt og í raun um það, um fátækramat, um fátækt, um að nota afganga og það að læra að elda og byrja að elda. Það er ótrúlega miklu troðið í þessa litlu bók.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan

„[Eiríkur Örn] er fullkominn í þessu formi … Þetta er matreiðslubók með útúrdúrum, fílósófísk sjálfsævisöguleg matreiðslubók sem mér finnst að ætti að vera bókmenntaform sem fleiri gætu skrifað inn í … Frábærlega skemmtilega gert hjá honum! Ég hef aldrei lesið matreiðslubók þar sem er svona mikil frásagnargleði.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan

„Óvænt bók, úr óvæntri átt og er óvænt af allri gerð.“
Egill Helgason / Kiljan

Útlit hannaði Haukur Már Helgason. Ljósmyndir: Baldur Pan. 
Snorri Örn Rafnsson | mánudagur 21. mars 2016

Aldrei nálgast óðfluga!

Nú er farið að verða all verulega stutt í hátíðina okkar.
Ekki nema örfáir dagar í herlegheitin.
Undirbúningurinn fer að nálgast hámark og allir sem standa að þessu apparati eru sveittir frá toppi til táar og hamast eins og rjúpan við staurinn og allt það.
Þá er nú gott að vita af öllum þeim sem standa fast við bakið á okkur og hjálpa okkur á svo marga vegu.
Til dæmis má nefna Orkusöluna, sem hefur stutt vel við bakið á hátíðinni í langan tíma.
Eða eins og þeir segja sjálfir á vef sínum
"Það er okkur ljúft og skylt að auka veg og hróður þessarar einstöku hátíðar sem fer aldrei úr tísku, aldrei úr stuði og aldrei suður."

Þeir skelltu í helvíti flott lag í fyrra sem minnti okkur dyggilega á að Aldrei fór ég suður er alls ekki einstaklingsframtak heldur stórmerkileg samvinna frábærra aðila sem alltaf endar sem meiriháttar hátíð.
Og að maður gerir ekki rassgat einn!