Ef menn vilja hráa pönk tónlist sem sparkar í rassa þá kemur fólk á Aldrei og öskrar með Börnum!
Þau Alexandra, Júlíana, Fannar og Anna Guðný eru lifandi sönnun þess að pönkið lifir ennþá góðu lífi.
Þau ætla að koma til okkar og sýna og sanna það sem undirritaður hefur alltaf vitað.
Að pönkið er ekkert að fara neitt og er frábært!