Gauti Þeyr Másson, AKA Emmsjé Gauti, er heldur betur að koma íslensku hip hop senuni á kortið, og það með látum.
Hann skóflaði inn hvorki fleiri né færri en fimm íslenskum tónlistarverðlaunum í ár án þess að svitna hið minnsta, og æði mörgum finnst hann bara hafa átt þau skilið.
Emmsjé Gauti er rómaður fyrir sérlega magnaða sviðsframkomu - fæddur performer - og eigum við von á því að Kampaskemman eigi eftir að nötra af stuði er hann tekur sviðið á Aldrei í ár.