Fyrir þá sem elska gott rokk, geggjaða sviðsframkomu og almenn huggulegheit þá er hljómsveitin Dimma málið.
Þeir eru í fantaformi um þessar mundir enda sveittir við að spila fyrir landsmenn undanfarið og segja sögur af sjálfum sér á milli.
Við erum ekki viss um að við fáum mikið af sögum á Aldrei, en það er pottþétt mál að skemman mun fá að finna fyrir því þegar Dimma spilar!