MAntra

MAntra er söngvaskálda dúett og meðlimir eru Ari Ingólfson og Michelle Nielson. Þau kynntust á Ísafirði sumarið 2014 og fundu strax góðan samhljóm í  tónlistinni og hófu samstarf sitt þá um haustið. 

Síðan þá hafa þú haldið nokkra tónleika í Reykjavík og á Vestfjörðum, komið fram á Bláberjadögum og Melodica hátíðinni, bæði í Reykjavík og París og munu spila á Melodica Nottingham í sumar. 

Í byrjun árs 2016 gáfu þau út EP plötuna Songshine með 5 frumsömdum lögum og hafa samið talsvert af lögum síðan sem einhver verða frumflutt um páskana á Aldrei 2018. 

Þar sem Ari hefur búsetu í Reykjavík og Michelle á Ísafirði er þetta sannkallað landshornasamstarf og ólíkur bakgrunnur þeirra endurspeglast oft í ólíkri nálgun þeirra og túlkun í tónlistinni. En Ari er heimavanur á ísafirði þar sem hann brautskráðist sem stúdent frá MÍ ´84 og hefur komið vestur á Aldrei síðan árið 2011 og mætir því áttunda árið í röð núna. 

Upplýsingar um MAntra er að finna á  Facebook og EP plötuna Songshine er að finna á Spotify

Aðrir listamenn

Other artists