Auðn


Hefur þér einhvern tíma fundist einsog yfirdrepsfull lífsfyllingin og kapphlaupið við hamingjuna ætli þig lifandi að drepa? Að það sem þig skorti í raun og veru sé stærra tóm – víðfeðmari og kraftmeiri Auðn? Þá erum við með lausnina fyrir þig. 

Svartmálmssveitin Auðn frá Hveragerði var stofnuð árið 2010 og spilaði einungis þrjá tónleika fyrstu sex árin – áður en hún lagði land undir fót og tryggði sér þriðja sæti í hinni frægu Wacken Metal Battle þungarokkskeppni árið 2016. Betri árangri hafa Íslendingar ekki náð. Síðan þá hafa þeir félagar riðið víða um héruð og fellt þorp, borg og bæi, frá Hróarskeldu til Neskaupstaðar, að sínu andlega heilsubætandi hugarangri og hamfaratónum. Nú liggur leiðin til Ísafjarðar.  

Sveitina skipa þeir Aðalsteinn Magnússon og Andri Björn Birgisson, gítarleikarar, Hjalti Sveinsson, söngvari, Hjálmar Gylfason, bassaleikari og Sigurður Kjartan Pálsson, trommuleikari.

 

//

Are you tired of the relentless chasing of happiness and life fulfillment? Do you need more emptiness in your life? Auðn means wasteland and this black metal band from Hveragerði gives you a powerful and vast solution to all your problems.

Auðn was founded in 2010 and from 2010-2016 they only performed three times. This was before they competed in the Wacken Metal Battle in 2016, where they came in 3rd place. Since then, Auðn has travelled far and wide, performing in places like Roskilde and Neskaupstaður. Now, they are coming to Ísafjörður.

Memebers of Auðn are: Aðalsteinn Magnússon and Andri Björn Birgisson, guitars, Hjalti Sveinsson, vocals, Hjálmar Gylfason, bass, and Sigurður Kjartan Pálsson, drums.

Aðrir listamenn

Other artists