Berndsen

Berndsen er ekki bara maður, ekki bara Berndsen, Berndsen er meira en Berndsen, meira en maður, Berndsen er heil sveit manna sem leidd er á fund þjóðarinnar, álfunnar, heimsins af samnefndum manni – Davíð Berndsen – með fulltyngi Sveinbjarnar Hermigervils Thoroddsen, og Hrafnkels Gauta Sigurðssonar, gítarleikara. Ljúfara eða dansvænna popp er vandfundið í þessari veislu sem við köllum veröld. Níundi áratugurinn er í öndvegi í bæði tónlist og umbúðum – fágaðar lagasmíðar, stimamjúkur hljóðheimur, svuntuþeysar, trommuheilar og stórar tilfinningar – og hafa breiðskífur hans ekki síður gert góða lukku á kassettum en í streymi. 

Berndsen gaf út þriðju breiðskífu sína, Alter Ego, í fyrra og mætir með stuðið til Ísafjarðar á páskunum. 

//

More than a man, more than just Berndsen, Berndsen is a small team of men mobilized by Davíð Berndsen to enamor the nation, the continent and the whole world with their sublime dance-pop. With unmistakeable 80s vibes, their music combines elegant songwriting with a smoooooth sound created by synthesizers, drum machines and big emotions.

Their third studio album, Alter Ego, was released last year and we look forward to seeing them on stage at this years' Aldrei fór ég suður!

Aðrir listamenn

Other artists