Blóðmör

 

Það er orðin gamalgróin hefð að ríkjandi Íslandsmeistarar í Músíktilraunum hefji sigurför sína um heiminn á Aldrei fór ég suður og árið í ár er engin undantekning. Sláturmeistararnir í Blóðmör spila klassískt harðkjarnarokk af festu, ábyrgð, einbeitingu og ofsa. Sveitin er tríó og skipuð þeim Matthíasi Stefánssyni, Ísaki Þorsteinssyni og Hauki Þór Valdimarssyni, sem gerði sér lítið fyrir og tók líka með sér heim verðlaun fyrir besta – ljúfasta, fagmannlegasta, sneggsta, tilfinningaþrungnasta og mest inspíreraða – gítarleik í Músíktilraunum. 

 

Aðrir listamenn

Other artists