Herra Hnetusmjör

 

Hvergerðingurinn og Kópavogsbúinn Árni Páll Árnason, þekktari undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, gaf út sína fyrstu plötu, Flottur skrákur, fyrir fjórum árum síðan – og það verður ekki af honum tekið, þetta er flottur skrákur, íkonískur með gleraugu, gulltennur, bling bling og broddaskalla. Frá frumrauninni hefur hann gefið út sólóplöturnar KÓPBOI (2017) og Hetjan úr hverfinu (2018) og unnið með öllum helstu stjörnum greinarinnar (eða unnu þær kannski með honum?) – þar með töldum, að sjálfsögðu, Ísfirðingnum Þormóði Eiríkssyni, bítmeistara dansandi þjóðar. 

Á nýjustu plötu Herra Hnetusmjörs og rapparans Hugin, Dögun, er einmitt að finna lag með hinu alþekkta ísfirska bíti, Sorry Mamma, sem fer mikinn á ljósvakanum þessi misserin. 

//

Herra Hnetusmjör (that's Mister Peanut Butter for you English speaking people) is an Icelandic rap icon, sporting the full kit of funky glasses, gold teeth, bling and a close-cropped haircut. His real name is Árni Páll Árnason and he hails from Kópavogur and Hveragerði. His first album, Flottur skrákur, came out four years ago and since then his hits have dominated the top lists of Icelandic radio and Spotify.

Aðrir listamenn

Other artists