Hórmónar

 

Feminíska tilfinningapönksveitin Hórmónar varðar veg gítardrifinnar rokktónlistar á nýrri öld með agressjón og næmi, stjórnlausum kærleika, losta og taktfastri, nístandi bræði. Sveitin samanstendur af söngkonunni Brynhildi Karlsdóttir, gítarleikararnum Katrínu Guðbjartsdóttur, bassaleikaranum Urði Bergsdóttur, trommuleikaranum Erni Gauta Jóhannssyni og saxófónleikaranum Hjalta Torfasyni. Þau unnu Músíktilraunir árið 2018. 

Í þekktasta lagi Hórmóna til þessa, Kynsvelt, er kveðið „Undir óæðri öflunum / sem taka við taumunum / ég bilast á endanum / út af brennandi lendunum / Ég þarf hjálp fljótt / mér er ekki rótt / á ég að hafa hljótt / um þetta?“. En af því þarf enginn að hafa áhyggjur – Hórmónar hafa aldrei hljótt og alls ekki á páskum á Ísafirði. 

Aðrir listamenn

Other artists