Jónas Sig

Hvar verður hamingjan á páskunum? spyrjið þið kannski, úrkula vonar um að ná nokkurn tíma að fanga hana. Það er með nokkru stoltu sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynna landsmönnum að hamingjan, á páskum sem aðra daga, verður hér. Jónas Sig, meðal annars þekktur sem forsprakki hinna víðfrægu Ritvéla framtíðarinnar, og ekki síður sem tónskáldið sem staðsetur hamingjuna með tónum sínum hvar sem hann fer, stígur nefnilega á svið og fyllir alla yfirvegaðri en kátínuþrunginni hamingju. 

Jónas var upphaflega einn Sólstrandargæjanna – rangur maður á röngum tíma, partígítarleikari á tíunda áratugnum, en reis upp aftur undir eigin nafni, réttur maður á réttum tíma, ádeiluskáld og predikari með plötunni Þar sem malbíkið svífur mun ég dansa árið 2007. Síðan þá hefur hann sent frá sér breiðskífurnar Allt er eitthvað, Þar sem himinn ber við haf og nú síðast Milda hjartað – sem vann meðal annars til verðlauna sem besta umslagið og skyldi engan undra, enda hið fagra tónskáld sjálft þar á mynd. 

//

We're all looking for true happiness? Right? Right! It's more than possible you'll find it in Ísafjörður this Easter. At least you'll come pretty close when Jónas Sig and his band take the stage and play their joyful, soulful, energetic tunes. 

Jónas was a member of the party-band Sólstrandargæjar (E. Sunny Beach Dudes) that became a household name in Iceland in the 90s. After a few years' hiatus he came back to the music scene in the late oughts, now under his own name. His four studio albums have received critical acclaim, containing hits like Hafið er svart (E. The ocean is black) and Hamingjan er hér (E. Happiness is here).

Aðrir listamenn

Other artists