Mammút

 

Mammút er tónelskum Ísfirðingum að góðu kunnug, en þessi tignarlegi kvartett spilar nú á Aldrei fór ég suður í þriðja sinn. Hljómsveitin var stofnuð sem stúlknatríóið ROK fyrir 16 árum síðan, þegar meðlimir voru einungis á barnsaldri. Þegar í hópinn bættust svo tveir drengir varð drynjandi vindstrengur að skrefþungum loðfíl með emjandi rana á lofti og nýtt nafn á vörum: Mammút. Ári síðar tortímdu þau keppinautum sínum í Músíktilraunum og fjórum breiðskífum síðar eiga þau tryggan sess í hjörtum allra sem á annað borð hafa tilfinningar. 

Fyrir utan stórsigra sveitarinnar á erlendri grundu hefur sveitin gerst aðsópsmikil á öllum helstu verðlaunahátíðum – en þar ber kannski hæst að þau hafa í tvígang tryggt sér Plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, fyrst árið 2013 fyrir Komdu til mín, svarta systir og svo aftur 2017 fyrir Kinder Versions, sem var fyrsta plata sveitarinnar hjá indí-plötufyrirtækinu Bella Union. Um hana sagði tónlistartímaritið Mojo meðal annars að þótt aldrei væri hægt að spá fyrir um það með vissu að nokkur sveit myndi slá í gegn alþjóðlega væri Kinder Versions sannarlega sannfærandi ákall á heiminn.

Meðlimir Mammút eru söngkonan Katrína Mogensen, gítarleikararnir Alexandra Baldursdóttir og Arnar Pétursson og bassaleikarinn Vilborg Ása Dýradóttir. 

 //

The gracious quartet Mammút will be back in Ísafjörður for their third Aldrei fór ég suður this year. Mammút started out as an all-female trio called ROK when the members were still only kids. Soon, two guys joined the band, they took up the name Mammút and destroyed the competition in the 2004 Músíktilraunir, Icelandic "battle of the bands". Four LPs and 15 years later, Mammút has a firm place in the heart of every lover of Icelandic music.

Current band members are singer Katrína Mogensen, Alexandra Baldursdóttir and Arnar Pétursson on guitar, and Vilborg Ása Dýradóttir on bass.

Aðrir listamenn

Other artists