Svala

Svala Björgvinsdóttir er ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar síðustu áratugi og af konunglegu íslensku tónlistarkyni. Þjóðin kynntist henni fyrst sem dóttur Björgvins Halldórssonar í laginu Fyrir jól af plötunni Jólagestir og síðar sem ofursvalri sautján ára söngkonu sveitarinnar Scope. Árið 2001 gaf Svala svo út sína fyrstu sólóplötu, The Real Me, og allar götur síðan hefur enginn getað látið hina raunverulegu Svölu framhjá sér fara. Hún hefur unnið með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands – og raunar mörgum af þeim helstu útlands líka – birst á tugum platna í enn fleiri gervum en alltaf er hún ein og söm, Svala okkar, og aldrei eins ástkær og þegar hún sigldi Söngvakeppnisfleyinu til Eurovision og Úkraínu fyrir tveimur árum með hinni hugljúfu en kraftmiklu teknóballöðu Paper. 

Svala verður á Ísafirði á páskunum. 

Aðrir listamenn

Other artists