Todmobile

Því verður seint haldið fram að íslenskur poppgarður sé eyðimörk og þótt óræktin vaxi okkur stundum yfir höfuð hefur fágunin – hin fínlega blómrækt – aldrei verið meiri en undir lok tíunda áratugarins. Í þessum poppgarði er aðeins ein sveit sem sameinar tígulega hrifnæmi túlipanans og harðgera snyrtimennsku bonsaitrésins: Todmobile. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu 1989 og blómstraði viðstöðulítið fyrstu fjögur árin. Frá árinu 1993 hefur sveitin ekki starfað sleitulaust – en þó reigt knoppa sína mót sólu með reglulegu millibili og haldið tónleika eða gefið út plötu, nú síðast Ópus 6 árið 2006. 

Hinn hárfagri hermaur, Eyþór Arnalds, hefur fyrir löngu skert sinn hadd og lagt sellóið á hilluna fyrir fjármálagerninga og pólitík, en aðrir orginal meðlimir mæta á Aldrei. Pabbar verða kannski í París á páskunum, og mömmur í Róm, en Todmobile verður á Ísafirði syngjandi Stelpurokk og Pöddulög, með Andreu Gylfadóttur, Þorvald Bjarna og Eyþór Inga Gunnlaugsson í fararbroddi. 

//

The 90s were a golden age for pop rock music in Iceland. At least for Todmobile, the legendary Icelandic "rockestra" known for their epic sound and dramatic compositions.

Todmobile released their first album in 1989 and continuously blossomed for the next four years. The band members moved on to separate projects in 1993 but Todmobile has roused every now and then over the years since then.

Lucky for us, Todmobile rises once again, this time in Ísafjörður, fronted by Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson and Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

Aðrir listamenn

Other artists