bagdad brothers

 

Nýbylgjusveitin bagdad brothers var upphaflega skipuð þeim Bjarna Daníel Þorvaldssyni og Sigurpáli Viggó Snorrasyni, sem eftir því sem ritstjórn aldrei.is kemst næst skáka í skjóli skáldaleyfis og eru hvorki bræður né frá Bagdad (heldur Kópavogi), en þeir hafa nýlega bætt við sig þremur bræðrum til viðbótar, þeim Steinunni Sigþrúðardóttur Jónsdóttur, Þóru Birgit Bernódusdóttur og Ægi Sindra Bjarnasyni. 

Tónlist sveitarinnar er bæði ljúf og afslöppuð og minnir, að sögn rokkspekúlantsins Arnars Eggerts, á skoskar sveitir á borð við Primal Scream og Pastels – „klingjandi melódískt gítarrokk“ en tónlistin þykir samtímis „áhlýðileg og með áreynslulausan sjarma“. Sveitin hefur sent frá sér þrjár mislangar skífur - fimm-lagaplötuna JÆJA:, fjögurra-laga plötuna sorry og níu-laga plötuna jazz kid's summer project. Mestri velgengni hefur sveitin mátt fagna yfir singulnum brian eno says quit your job. 

Sveitin er hluti af listamannakollektífinu post-dreifing sem samanstendur af mestmegnis ungum listamönnum úr ólíkum kreðsum reykvískrar grasrótar og hvers meginmarkmið er að auka sýnileika og sjálfbærni listamanna í krafti samstarfs. 

//

Despite their name, the new wave band bagdad brothers is not an Iraqi family project. Bjarni Daníel Þorvaldsson and Sigurpáll Viggó Snorrason come from Kópavogur and started out as a duo a few years ago. They recently welcomed three more members to their family; Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir, Þóra Birgit Bernódusdóttir and Ægir Sindri Bjarnason.

The relaxed and charming sound of bagdad brothers bears resemblance to Primal Scream and Pastels' melodic tunes. 

Aðrir listamenn

Other artists