2006

BenniHemmHemm

Hann þekkja allir.. með stærstu hljómsveit í Evrópu, þurftum að redda sér sponsi undir bandið hans. Við hefðum reddað 20 sponsum fyrir hemma any time, bara að meistarinn komi vestur.

 

Mr.Silla

Mr. Silla slær alltaf í gegn þegar hún kemur fram, ég veit ekki hvað ég hef heyrt oft í ár "ertu búinn að heyra í Sillu" alla á Ísafirði hlakka til að heyra í hinni einu sönnu sól-söngkonu Íslands ....

 

Borkó

Hefur samið fyrir íslenska Dansflokkin (sem kemur út mjög fljótlega) og gefið út dúndurplötuna preset limbo... og er langt kominn með nýja plötu sem án efa verður instant klassík.

 

Drengjakór MÍ

Þeir eru að taka svona íslensk ættjarðarlög og gera að sínum.. með bandi og kórstjóra....

 

Hairdoctor

Hann er skemmtilegur hárgreiðslusnillingur sem er alltaf í stuði.. hann gerði garðinn frægan fyrst með Fídel, en er núna aðal í Hairdoctor.

 

Jet Black Joe

Vestfirðingar ætla að sættast við Jet Black Joe og Jet Black Joe ætla að sættast við þá, eitt flottasta rokkband á landinu fyrr og síðar.

 

Þröstur Jóhannesson

Gítarleikari, banjóleikari, söngvari, netagerðarmaður. Hann getur allt hann Þröstur. Er að kasta í eitt stykki plötu sem verður hans fyrsta sólóplata.

 

Kristinn Níelsson

Skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur, gítarsnillingur, fiðlusnillingur og eðalmenni. Rétt eins og Þröstur er hann að ganga frá sinni fyrstu plötu og mun væntanlega leyfa okkur að heyra af henni.

 

Lack of Talent

Menntaskólastrákar að vestan. Hvort þá skorti hæfileika eru mikil deilumál hér vestra en ef þú kæri lesandi, ert fyrir hávaðarokk-pönk og gítarsóló þá hafa þeir hæfileikann.

 

Weapons

Eftir að hafa nagað þröskuld hátíðarinnar tvö síðustu skipti eru strákarnir í Weapons mættir. Einhverskonar rokk&ról sem menn láta almennt vel af.

 

Jan Mayen

Nokkuð áberandi hljómsveit í íslensku tónlistarlífi síðustu ár. Indí rokk í sem fellur ljúft að eyrum.

 

Hljómsveit Hafdísar Bjarna

Djasskona sem hefur verið svolítið falin í dassheimum.. veit ekki af hverju.. en hún er skrambi góð.. ótrúlegur gítarleikari hún Hafdís.

 

Óli Popp

Sjóhundur og höfundur þjóðsöngs Önfirðinga. Var með á Rokkhátíð hinni fyrstu í samkurli við aðra en mætir nú með eigið band.

 

I´m being good

Hljómsveit frá Brighton á Englandi. Hörku indí band sem ég veit annars fátt um.

 

KAN

Bolvíska bandið KAN hætti fyrir sirka 20 árum en koma nú saman fyrir okkur. Gáfu út plötuna Ertu í ræktinni fyrir margt löngu sem er klassík hér fyrir vestan. Hebbi Guðmunds og félagar í KAN verða án efa í heljar stuði.

 

Hermigervill

Hermigervill er auknefni tónlistarmannsins Sveinbjarnar Thorarensen, sem ku ættaður úr Vigur, en á heimasíðu hans segir að efnið af nýjustu plötunni, sem ber nafnið Sleepwork, sé „nokkuð fjölbreytileg hiphop-elektróník; sungið og ósungið popp, rokk, hiphop og raf til skiptis.“ Hermigervill hefur vakið nokkra athygli fyrir frumlega tónlist og fengið afbragðs dóma nær allsstaðar.

 

Rúnar Þórisson

Rúnar Þórisson gerði garðinn frægan í Grafík á sínum tíma en gaf út sína fyrstu sólóplötu á síðasta ári, og hlaut hún afbragðs dóma. Með Rúnari á disknum leikur hljómsveit skipuð söngvurunum Karl Henry og Láru Rúnarsdóttur, Daða Birgissyni á hljómborð, Þorbirni Sigurðssyni á gítar, Haraldi Þorsteinssyni á bassa, Jens Hanssyni og Eyþóri Kolbeinssyni á blásturshljóðfæri, Helgu Ágústsdóttur og Ágústu Jónsdóttur á strengjahljóðfæri og trommuleikurunum Agli Rafnssyni og Arnari Gíslasyni. Vinna við plötuna hófst þegar Rúnar kom heim úr pílagrímsför sinni í Abbey Road stúdíó Bítlana, en þangað fór hann ásamt Grafíkliðanum Rafni Jónssyni, heitnum, og fleiri tónlistarmönnu.

 

NineElevens

Hljómsveitina NineElevens þarf vart að kynna fyrir Vestfirðingum, enda um heimamenn að ræða þó allir séu þeir búsettir utan bæjarmarkanna. Þeir Valdimar Jóhannsson, Ásgeir Sigurðsson, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Gunnar Örn Gunnarsson áttu stórleik á síðustu hátíð þar sem þeir komu fram ásamt strengjasveit tónlistarskólans við stórfenglegan fögnuð áhorfenda. NineElevens spila hrátt svitarokk í anda Mötorhead, þeir klæðast leðri, eru oftar en ekki berir að ofan og á stundum má sjá feykilegar sprengingar á sviðinu hjá þeim.

 

Harmonikufélag Vestfjarða

Harmonikufélag Vestfjarða var stofnað 16. nóvember 1986. Stofnfélagar voru 19 talsins. Frá stofnun hefur félagið verið opið jafnt áhugafólki um harmonikutónlist og þeim sem leika á harmoniku og eru félagar um 80 talsins. Frá upphafi hafa hljómsveitir innan félagsins og einstakir félagar leikið fyrir dansi við ýmis tækifæri, auk þess sem félagið hefur staðið fyrir dansleikjum einu sinni til tvisvar á ári. Félagið hefur tekið þátt í landsmótum harmonikufélaga frá árinu 1990 og hefur verið lögð áhersla á að kynna unga og upprennandi harmonikunemendur, ásamt eldri og reyndari harmonikuleikurum.

 

Reykjavík!

Hljómsveitin Reykjavík! ber upphrópunarmerki sitt hermannlega og óhætt er að fullyrða að fáar íslenskar hljómsveitir eiga upphrópunarmerki jafn mikið skilið og þessir hressu piltar, sem koma iðulega fram með svo miklum látum að áhorfendur eiga í mesta basli með að skilja hvernig sé hægt að spila tónlist samfara brjálæðislegri hegðuninni sem einkennir tónlistarmennina, sem virðast ýmist ætla að svífa til himins eða hrynja niður í gólf af ofsa. Í sveitinni spila fjórir Vestfirðingar auk eins utanbæjarmanns.

 

Jón Kr. Ólafsson ásamt hljómsveitinni Unaðsdal

Bílddælingurinn Jón Kr. Ólafsson var söngvari og einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Facon, sem átti meðal annars ofursmellinn Ég er frjáls. Hann hóf að syngja með kirkjukór Bíldudalskirkju árið 1954 og hefur oft síðan sungið við kirkjuathafnir, auk þess að syngja klassísk sönglög og dægurlög. Jón söng einnig í hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar á sínum tíma. Á Rokkhátíð alþýðunnar kemur Jón Kr. fram ásamt hljómsveitinni Unaðsdal. Unaðsdalur spilar ljúfsára köntrímúsík sem kemur öllum í stuð, og gæti mönnum reynst erfitt að finna dansvænni hljómsveit innan landssteinanna.

 

Rass

Hljómsveitin Rass spilar ósvikið mótmælapönk og er plata þeirra, Andstaða, full af stórpólitískum skilaboðum til Íslendinga til sjávar og sveita. Lög á borð við „Umboðsmaður alþingis“ og „Burt með kvótann“ hafa unnið sér tryggilegan sess í hjörtum hinnar óstýrilátu æsku, og munu margir vafalaust klökkna í Edinborgarhúsinu þegar lúfir tónar sveitarinnar verða leiknir. Fyrir Rassinum fer Óttarr Proppé, sem kenndastur er við Ham, og undir spila miklir rokkbófar úr Reykjavík. Rass fjallar um málefnin á málefnalegan hátt.

 

Prumpison

Örn Elías Mugison þekkja allir Vestfirðingar sem bera nafn með rentu, en Rassi hefur kannski verið örlítið duglegari við að fara framhjá okkur. Að fullu nafni heitir hann Rassi Prump og spilaði fyrst fyrir Ísfirðinga á kaffihúsakvöldi á Sólrisuhátíð árið 1998. Rassi, sem einnig er kallaður Ragnar Kjartansson, syngur líka stundum með hljómsveitum á borð við Trabant og The Funerals.

 

Siggi Björns

Flateyringurinn Siggi Björns hefur verið nefndur „konungur beitningaskúranna“, og má til sanns vegar færa að Siggi spilar sannkallaða verkamannamúsík sem á vel heima í beitningaskúrum. Alþýðan og músík hennar er ær og kýr Sigga, og þykir hann jafnvígur á allar helstu folk- og blússtefnur. Nýjasti geisladiskur Sigga, Stories, var diskur vikunnar á Rás 2 á dögunum, og má gera ráð fyrir að hlustun á þá stöð hafi aukist verulega þá vikuna. Siggi er sá eini sem hlotið hefur æviráðningu á Aldrei fór ég suður hátíðina, en aðrir spila á kvóta.

 

701

Hinn hægláti 701 er einnig Ísfirðingur, en það er Jóhann Friðgeir Jóhannsson sem er maðurinn á bak við númerið, sem ku vera stafræn útfærsla á gælunafni Jóhanns: Jói. 701 hefur gefið út þrjár plötur sem allar hafa fengið góða dóma og þær seljast víst í bílförmum á internetinu. Er það mál manna að 701 sé eitt af best geymdu leyndarmálum íslenskrar tónlistar, en áðurnefndu hæglæti hans má kenna um að heimsfrægðin hafi enn ekki knúið dyra.