ALDREI-PASSINN 2025

Aðgangur að Aldrei fór ég suður er ókeypis. Það er engin miðasala og hefur aldrei verið! Hins vegar þiggjum við að sjálfsögðu stuðning gesta og annarra velunnara við að halda stuðinu áfram.
Það er hægt að kaupa varning í búðinni okkar, mat og drykk í mathöllinni og svo eru það Aldrei-passarnir okkar góðu.
Með því að kaupa passann geta gestir sýnt stuðning sinn á einfaldan hátt og notið sérstakra vinakjara í versluninni og mathöllinni.

Þrír passar eru í boði:

ALDREI 25 hátíðarpassi – 3.000 kr.
Svona styrkir þú hátíðina og tekur þátt í að halda stuðinu gangandi. Svo sýnir þú passann í Mathöllinni okkar og færð Aldrei-sælu á 1500 kr. Takk fyrir stuðninginn!

ALDREI 25 stuðpassi – 5.000 kr.
Jess! Hér styrkir þú hátíðina og þiggur stuðtilboð í mathöllinni: Sæla og bjór á 2400 eða sæla og gos á 2000. Takk fyrir stuðninginn!

ALDREI 25 meistarapassi – 10.000 kr.
Vá! Blessaður meistari! Takk fyrir stuðninginn! Sýndu passann í mathöllinni og þú færð sælu og bjór á 2300, sælu og gos á 2000 kr. og frítt kaffi. Í varningssölunni færðu Aldrei-húfuna á 4500 kr.