Amor Vincit Omnia
Poppdúettinn Amor Vincit Omnia kom á harðastökki inn á íslensku raftónlistarsenuna með útgáfu þröngskífunnar brb babe á síðasta ári. Þau Erla Hlín og Baldur kynntust í djasshljómfræði en tónlist þeirra er þó helst undir áhrifum evrópskar danstónlistar.