Geðbrigði

Hljómsveitin Geðbrigði er sigurvegari Músíktilrauna 2025 og ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í skemmunni um páskana. Geðbrigði spilar öflugt drungaþungapaunkrokk og er bandið skipað þeim Þórhildi Helgu Pálsdóttur söngkonu, Ásthildi Emmu Ingileifardóttur bassaleikara, Agnesi Ósk Ægisdóttur gítarleikara og Hraun Sigurgeirs, trommuleikara.