Múr

Hljómsveitin Múr var stofnuð árið 2018 og gaf út sína fyrstu plötu í fullri lengd haustið 2024. Múr spilar framsækið þungarokk sem er sungið á íslensku og var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2025.