Reykjavík!

Fastagestir Aldrei kannast að öllum líkindum ágætlega við pönkrokkarana í Reykjavík! sem hafa lyft þakinu á flestum þeim skemmum sem hafa hýst hátíðina í gegnum árin með kraftmikilli sviðsframkomu sinni. Það eru hins vegar komin þó nokkur ár síðan hljómsveitin steig síðast á svið um páskana og því eru við spennt að kynna Reykjavík! fyrir nýrri kynslóð gesta.