10 dagar í hátíð!

Hæ hæ og hó hó! 10 dagar í hátíðina og allt að gerast!

Á sunnudaginn kom síðasta bandið í lænöppi ársins í ljós þegar sigurvegarar Músíktilrauna voru útnefndir. Það er drungaþungapaunkrokk-sveitin Geðbrigði sem mun heiðra okkur með nærveru sinni. Það er alltaf mikil tilhlökkun að taka á móti Músíktilraunabandinu enda er ferskleikinn þar ætíð í fyrirrúmi.

Verkstjórn Aldrei er annars bara á fullu að undirbúa hátíðahöldin. Erum búin að kíkja aðeins í skemmuna til að taka stöðuna og núna á föstudaginn klukkan 13 má segja að allt fari formlega í gang þegar verslunin okkar opnar! Við hlökkum mikið til að sýna ykkur húfur og peysur ársins (meira um það innan tíðar!) og taka á móti ykkur á nýjum stað en vinir okkar á Vesturferðum voru svo almennileg að leyfa okkur að vera í rýminu sínu í Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7 á Ísafirði.