Aldrei fór ég suður 2020
Ekki koma samt…
Aldrei fór ég suður 2020 var aldeilis öðruvísi en við bjuggumst við. Vegna veirunnar skæðu var fimm manna samkomubann á Ísafirði um páskana og augljóslega ekki nokkur vegur að halda hátíð í skemmunni.
Við brugðum á það ráð að útbúa Aldrei í heimaútgáfu sem var sýnd á ruv.is þann 11. apríl.